24 desember 2005

Frétt ársins:

Af mbl.is:
Nýja árinu frestað um eina sekúndu

Árinu 2006 hefur verið frestað, en þó ekki nema um eina sekúndu. Rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld að Greenwich-viðmiðunartíma, sem er sá sami og íslenskur tími, verður klukkum seinkað um eina sekúndu, og henni þannig bætt við árið - svonefndri hlaupasekúndu. Mælingastöð bandaríska flotans greindi frá þessu í dag.

Áramótin verða því einni sekúndu síðar en ella hefði orðið. Bæta þarf hlaupasekúndum við öðru hvoru vegna þess að nýjustu atómklukkur mæla tímann af mikilli nákvæmni, en snúningur jarðar er stundum misjafn. Hægt hefur á snúningnum undanfarið og með hlaupasekúndum er komið í veg fyrir að misræmi skapist með klukkum á jörðinni og jörðinni sjálfri.

Þetta verður í 23. sinn síðan 1972 sem hlaupasekúndu er bætt við, en þá var undirritað alþjóðlegt samkomulag um tímamælingu. Síðast var bætt við hlaupasekúndu fyrir sjö árum.

Þetta þýðir að sökum bandaríska flotans þarf ég að bíða einni sekúndu lengur eftir nýja árinu en ella. Draugatími. Það hafa verið skrifaðar hryllingssögur og vísindaskáldsagnabálkar um svona lagað. Mig hryllir við tilhugsuninni um hvað var að ske í lífi mínu fyrir sjö árum síðan, þegar þetta gerðist síðast en ég fékk sko ekki að vita af því í það skiptið!

Áramótin '98. Jú, mig minnir að það hafi verið einkar léleg áramót. Sem er ekki alveg það sama og, en samt ansi nálægt því að vera, ill áramót. Þakin illsku, einsog öxi er þakin blóði eða Tjörnin er þakin ís.

Að því ógleymdu að þau verða mun lengri en venjuleg áramót. Sem þýðir að við þurfum öll að drekka meira. Slökum á vöðvunum og deyfum heilann þannig að kalkaðar frumurnar í skelinni drepist ekki úr áramótasjokki. Bring it on.

-b.

Engin ummæli: