25 desember 2005

Þrjú tonn af sandi..

Ég man hvað mér þótti það sniðugt þegar ég heyrði það fyrst (líkast til í X-Files), að NSA væri í raun skammstöfun á ,,No Such Agency". Spúkí, hm? Reyndar er rétta nafnið (,,National Security Agency") alveg jafn, ef ekki meira, spúkí. Orwellískt tú ðe max, á meðan það fyrrnefnda er meira svona para-pun*.

Það var rosa gaman í dag þarsem ég sendi út böns af jóla-smsum og fékk svar frá næstum því öllum um hæl. Þessa gagnvirkni fíla ég.. fremur lítil bið en þó hellings spenningur.
Og það má vel vera að jóla-sms séu takkí og allt það, en ég bara kom mér aldrei í það að búa til svona alvöru. Og ég sé það reyndar að fleiri voru á sama báti, því ég fékk bara tvö aktúal jólakort þetta árið. Annað var frá fjölskyldu frænku minnar útí Svíþjóð og hitt var frá Íslandsbanka.

Kæri gullvildarvinur...

Naumast að allir þessir þjónustuþættir opna margar dyr. Hinsvegar get ég ekki fengið síhringi-gullkort, en mér skilst að það sé ákveðinn oxymoron: síhringikort eru fyrir fólk sem bankinn treystir ekki (sú er ekki raunin með mig, en ég fékk það hinsvegar eftir mikið þref og vesen því ég treysti sjálfum mér ekki), en gullkort eru fyrir góða kúnna sem mega allt. Næstum því.

En allavega, gamla kortið mitt hefði runnið út klukkan tólf á miðnætti aðfararnótt fyrsta janúar næstkomandi (reyndar spurning hvort tölvur bankans hefðu farið eftir gmt breytingunni sem ég minntist á hér áður, en líklegast hefði ég ekki getað stílað inná það af neinu viti), en ég á að fá nýtt og gilt gullkort á milli jóla og nýárs.

-b.

*mín eigin stytting á 'paranoid pun'. Notist hvergi annarstaðar en í tengslum við þetta tiltekna pön.

Engin ummæli: