06 desember 2005

Prikið aftur

Ég sit annars á Prikinu í fyrsta skipti eftir að þeir opnuðu aftur. Það var lokað hérna í nokkra daga vegna viðhalds, og ég varð nokkuð smeykur um að þessu yrði drekkt í ryðfríu stáli og beinhvítum veggjum.. eða eitthvað þaðanaf verra.

En góðu heilli þá virðist engu hafa verið beinlínis skipt út, heldur gamla dótið gert upp. Stólarnir og borðin pússuð og lökkuð uppá nýtt, ofnarnir lagfærðir, innstungurnar endurnýjaðar, ofnarnir bættir.. kannske skipt um eina og eina hurð sem var hætt að virka, en annars er allt einsog það var. Gólfið hefði nú alveg mátt við einhverjum viðgerðum, en þeim hefur vísast ekki fundist taka því.

Þetta virkar allavega fyrir mig. Gó Prik.

-b.

Engin ummæli: