10 desember 2005

Seint / snemma?

Jæja ég er vaknaður.. Ég tórði þartil um sjö í gærkvöld, var farinn að dotta skuggalega mikið og ákvað bara að gefast upp. Var þá nýbúinn að tala við Hall, en hann var að spá í að koma í bæinn á morgun, sagðist varla nenna að taka föstudagskvöldið. Svo vakna ég núna áðan, um fjögurleytið, við það að Hallur hringir í mig og spyr hvort hann megi krassa á sófanum. Ekki málið. En ég sofnaði ekkert aftur.

Nú þarf ég bara að koma mér að skrifum. Vann auðvitað ekkert yfir daginn í gær, hausinn ekki á sínum stað. Réðst á Frakka í Civ á Prikinu, náði nokkrum borgum. Fór í Ríkið og keypti mér tvær kippur af Malt jólabjór (hann virðist ætla að endast framí Desember þetta árið), keypti mér söbbara og hjólaði heim. Náði að éta áður en ég sofnaði, en núna er ég að verða svangur aftur.

Þessi síða er að fara í taugarnar á mér. Það vantar eitthvað mynd-element held ég. Hún er drabb og litlaus. Má ómögulega fara að vinna í því núna. Skrifa, Bjössi, skrifa núna.

Helst í gær.

-b.

Engin ummæli: