09 desember 2005

Nótt í dag

Hefst þá önnur tilraun mín / til þess að vaka einsog svín.

Í gær ætlaði ég að snúa sólarhringnum við, vaka yfir nóttina og framá kvöldið í kvöld, en klukkan sjö í morgun gafst ég upp og fór að sofa. En núna skal það hafast, og ég ætla bara að lofa uppí ermina á mér þannig að ég neyðist til þess að gera það.

Auk þess verður þetta dulítil tilraun í leiðinni. Ég keypti mér tvær Magic dollur sem ég kem til með að drekka á eftir. Ég hef ekki drukkið þennan drykk, eða nokkurn orkudrykk, í fleiri ár. Og ég hef ekki smakkað kaffi í rúmt ár. Það er spurning hvaða áhrif þetta hefur.. áður fyrr gat ég drukkið þetta einsog vatn, en það sama mátti segja um kaffi. Einu sinni.

Já, klukkan er 04:38 og ég þyrfti að fara að skrifa. Fyrsta dollan opnuð núna.

-b.

Engin ummæli: