Ég verð reyndar að segja að þetta kukl sem ég fékk frá Davíð (og fleirum) er alveg ofboðslega leim. Andskotann ætli ég tengi eitthvað ákveðið bragð við manneskjur sem ég þekki mismikið? Fyrir nú utan það hversu hræðilega slappt minnið er hjá mér orðið.. ég man ekkert hvenær ég hitti fólk fyrst, og það eru rosa fáir sem ég hef einhverja sterka fyrstu minningu um. Allt feidar inn og út hjá mér.
Eða svona í flestum tilfellum.
Það eru helst fundir sem hafa átt sér stað núna í seinni tíð sem ég man eftir, en æskuvinir voru bara alltaf þarna einhvernvegin. Alveg einsog ég sjálfur.
Ég svaf langt framá dag í dag.. þetta hafa verið helvíti blaut próflok. Það var ekki beint meiningin, það bara fór þannig. En núna er ég salli, búinn að sitja við að græja nýju tölvuna hennar mömmu síðan áðan einhverntíman. Setja upp firefox, thunderbird, office, þráðlausa netið, eldvegginn osfrv. osfrv. Þetta er að verða komið núna held ég.
Spá í að fá mér eitthvað að éta.
Heyrðu já og þessir commentary-mp3 fælar sem ég benti á um daginn eru ekkert spes. Mér finnst það dálítið skrýtið, maður heyrir að fólkið er að horfa á þáttinn á meðan það spjallar, en það er bara ekkert að tala um þáttinn af neinu viti. Annars þykir mér þetta ennþá bráðsniðug hugmynd.. En það er kannske ekki 'við hæfi' að gefa sér að fólk sé að hala þessum þáttum niður á tölvuna sína.
Hjálp! Hjálp! Köngulærnar éta mig!
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli