18 desember 2005

Þýddur og eldaður

Ég var að enda við að klára innganginn að ,,Actor, Space, Light, Painting", og er þar með búinn með það sem ég þarf að gera í skólanum fyrir jól. - Eða þannig.. ég býst við að fá yfirlestur á þessu áður en ég skila því inn á morgun, en það eru nú yfirleitt minniháttar breytingar sem þarf að gera eftir svoleiðis.

Þá man ég að ég hef ekki þýtt titilinn ennþá. Gerum það snöggvast. ,,Leikari, Rými, Ljós, Málverk". Rennur ekki alveg jafn vel á íslenskunni og enskunni, en hvað um það. Líklega virkar það enn betur á þýskunni. (Að því gefnu að hann hafi skrifað á þýsku en ekki frönsku eða hvað þeir vilja hafa þarna í Sviss. Fjögur opinber tungumál? Hvernig í ósköpunum kemst nokkuð í verk?)

Svo er ég að elda kjúlla. Tók hann út í gær (eða í fyrranótt), ætlaði að elda á sunnudagskvöldi, en fattaði bara ekki að bjóða einhverjum í mat. Það er jú rétt sem Már segir að þá er bara meira fyrir mig, en það er ekki jafn gaman. Ég hringi síðan alltaf í mömmu áður en ég býst til að elda svonalagað vegna þess að ég er alltaf búinn að gleyma hvað hún sagði við mig síðast.. Haukur í horni, vissulega.

Klárlega.

Kartöflur með kjúklingnum, hvílík hugmynd. Alveg frábær. Steiktar á pönnu uppúr allskonar. Það verður nú gott maður. Og smá salat. Ahh, sunnudagur.

Stikli stikl.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ahh og rauðvín. Verst það voru bara tvær flöskur, hehe.
-Ingi

Björninn sagði...

jú það var sárt. annars held ég að það hafi verið alveg nóg, svona seinna að hyggja.