06 desember 2005

Blókaðu þetta, Gramsci!

Það ætlar að taka umtalsverðan tíma að venja blogthis-fídusinn minn í eldrefnum á að keyra upp glugga fyrir liðhlaupið í stað vitleysinga.. mig minnir einsog það hafi verið stilling fyrir þetta einhverstaðar en ég hef ekki fundið hana ennþá. Þannig að núna er þetta happa glappa bara á hvoru það lendir við hvert hægriklikk.

Mig grunar reyndar að það hafi með síðurnar að gera.. þ.e.a.s. að það séu tengsl milli þess hvaða síður ég hægrismelli á og hvaða blók ég fæ upp í glugganum. Það er samt alltaf annaðhvort þessarra tveggja, en aldrei hin þrjú sem ég er með á skrá (en nota ekki neitt og ætti í raun að vera löngu búinn að henda).

Hvað um það. Hafið hér skilgreiningu wikipedíu á ,,hegemony":
Hegemony is the dominance of one group over other groups, with or without the threat of force, to the extent that, for instance, the dominant party can dictate the terms of trade to its advantage; more broadly, cultural perspectives become skewed to favor the dominant group. Hegemony controls the ways that ideas become "naturalized" in a process that informs notions of common sense.

Ég er að spá hvort ég geti ekki leitt þetta inní kenningar Foucault um sannleika og þá blekkingu að kynlífsumræða sé eitthvað tabú í þjóðfélaginu. Marxisminn kemur til bjargar. Og Baudrillard líka. Þetta gengur upp í hausnum á mér, en ég þarf að renna í gegnum þetta og sjá svo hvort ég geti smíðað úr því ritgerð. Það gengur ekki alltaf upp, og síðasta ritgerð sem ég skrifaði með aðstoð Baudrillard er ekta dæmi um það.

Heyrðu ég ætlaði annars ekkert að fara útí þessa sálma [það er hrikalegt hvað ég er farinn að nota bakkspeisið mikið. Á eftir speisinu sjálfu er hann líklegast sá lykill sem fær mest að puða á þessum bæ]. Það sem ég vildi sagt hafa er að My Point of View með Herbie Hancock er helvíti fín plata. Og það er Ten Eleven með El Ten Eleven líka. Og að segja ,,Tom Waits" hátt og snjallt áður en maður opnar Pandórukassann gefur manni fullt af eðalmússík í stað allra hörmunga mannkyns. Hvílíkur munur.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mundi nú passa mig á að hafa Baudrillard sem fylgisvein í ritgerð skrifaðri í heimspekiskor Háskóla Íslands. Mundi bara hreinlega láta það eiga sig nema það væri algjörlega nauðsynlegt til að koma einhverjum punkti að.

Björninn sagði...

Það er nú einmitt málið, ég sé ekki hvernig ég ætti að setja þetta fram öðruvísi.. En þetta verður allt í lagi, ég hef enga trú á öðru.