06 nóvember 2006

Þar fór það

Hann Tommy lánaði mér jakka og ég fór að leita að draslinu mínu. Einhver gaur á barnum sagðist hafa fundið töskuna mína og sett hana bakvið barinn einhverstaðar en þegar við leituðum að henni fannst hún hvergi. Og ekki peysan heldur. Þá fór ég niðrá Solbakken til að sækja jakkann minn, sem ég gleymdi þar um þarsíðustu helgi, en fann hann ekki heldur. Fyrsta mál á dagskrá er víst að kaupa nýjan jakka. Það er farið að vera kalt úti.

Taskan var ekkert spes. Bara svona einhver taska sem ég fékk gefins fyrir löngu síðan. Peysan kostaði eitthvað smotterí í H&M. Ipoddinn kostaði mig að vísu slatta af pening en ég sé samt ekki svo mikið eftir honum.. En mér finnst slæmt að glata bókinni minni. Þetta voru síður en svo merkileg skrif, en samt. Rúmt ár af sundurlausum pælingum og glórum. Það er eitthvað sem ég get ekki keypt aftur.

Ég hef samt ekki gefið upp vonina um að finna jakkann. Það er eitthvað tapað/fundið system í þessari blokk, vonandi fæst eitthvað uppúr því.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gaman að sjá að þú hefur ekki týnt persónueinkennum þínum þarna í útlandi. Ertu nokkuð búinn að meiða þig í pungnum ?

Björninn sagði...

Ég var reyndar dálítið aumur í honum þarna daginn eftir. Takk fyrir að spyrja. Þetta fylgist víst allt að.