29 nóvember 2005

Uppáhalds álegg

10-11 hérna niðri eru farnir að selja Búrfells lifrakæfu. Loksins, segi ég. Búrfells lifrakæfan er, einsog alþjóð ætti að vita, besta lifrakæfa sem þjóðin hefur alið af sér, ef ekki hreinlega besta álegg (ef við skilgreinum álegg sem eitthvað-sem-hægt-er-að-hafa-oná-brauð-en-varla-éta-eintómt) sem fram hefur komið í árþúsundir.

Ég sé að Már hefur hringt í mig klukkan nítján mínútur yfir átta í morgun, og ég sé að ég hef meira að segja svarað hringingunni. En ég man ekki eftir því fyrir mitt litla líf. Svaf til rúmlega tólf og fór létt með það.

-b.

Engin ummæli: