09 nóvember 2005

Tuttugu og sjö tennurJámm. Hann dó, skotinn til bana í einvígi, 27 ára gamall.

Hann Davíð er ekki orðinn tuttugu og sjö ára gamall ennþá, en þó storkar hann örlögunum með því að bjóða einhverri snælduvitlausri kerlingu með sér í bíó. Ég spurði hann hvort hann væri ekki hræddur við að stinga félaganum í hana vegna þess að þar væri hún örugglega með tennur sem gæru vanað hann í einum bita, þetta skrímsli. Við hlógum allir.

En þá upplýsti ég að þetta væri nú gamalt hroll-mótíf sem kallaðist vagina dentata uppá latínuna. Fyrst vildi hann ekki trúa mér, en nú hefur hann tekið þessari hugmynd opnum örmum, og vill meina að í rauninni hafi allar konur þennan eiginleika - notkun hans sé einfaldlega ekki mjög áberandi. (Hvernig sem á því stendur.)

Og síðan vill hann ganga skrefinu lengra. Þegar ég spyr hvort eina ráðið sé þá að skvera meðvitundarlaust kvenfólk þá dettur honum í hug að téður tanngarður sé í raun og veru góðkynja sníkjudýr (góðkynja fyrir hýsilinn, a.m.k.) og stjórnist því ekki beinlínis af meðvituðum taugaboðum kvenmannsheilans. Sem er langtum hræðilegri tilhugsun.

Þetta dót er líka svona bærilega ill tilhugsun, en þá helst fyrir þær sakir að það sé í raun þörf á græju af þessu tagi. Ikk.

-b.

Engin ummæli: