30 nóvember 2005

Hugmyndin að Super Mario Bros

I thought: "I wonder what it would be like to have a character that bounces around. And the background should be a clear, blue sky."
Þetta er án gríns það sem hann segir að hafi verið kveikjan. Aðeins einfaldari hugmynd.. Skopp og blár himinn.

Ég sé fyrir mér gaurinn sem bjó til Doom segja ,,Mér datt bara í hug að búa til persónu sem gæti snúið sér í hring. Og það væri kannske blóð einhverstaðar."

En reyndar er þetta ekki svo galið. Svona leikir byggjast náttúrulega að nær öllu leyti á því hvernig leikmaðurinn getur athafnað sig í umhverfi leiksins.. og hoppin hjá honum Mario karlinum eru auðvitað síðan orðin ðí stöff of ledjend.

Ég man að Hallur, sem hefur ætíð verið forfallinn fps sjúklingur, sagði mér einhverntíman að stóra málið í kringum Quake hefði ekki síst verið það að umhverfið, svæðið sem þú hreyfðir þig um í, var forritað í þremur víddum. Þ.e.a.s. að þú gast gengið yfir einhverja brú einhverstaðar, labbað upp stiga, og gengið síðan yfir aðra brú sem lá þvert á hina, einsog í kross. Áður höfðu ekki verið til svona lagskipt borð í þrívíddar-skotleikjum.

Og ef ég man rétt þá gat maður líka flogið?

-b.

Engin ummæli: