29 nóvember 2005

Brakandi battlstjarna

Tíundi þáttur annarrar seríu ,,Battlestar Galactica" er to be continued.. þáttur og nú er ég súr. Næsti þáttur kemur í sjónvarpið úti í febrúar minnir mig. Reyndar er þátturinn nokkuð slappur. Tónlistin er hræðileg. Mér fannst tónlistin í fyrstu seríunni einmitt helvíti vel við hæfi, en henni hefur farið halloka í seinni þáttaröð. Tíundi þáttur var alger botn hvað það varðar.

Sjónvarpið maður.

Hunt's tómatsósa hefur verið 100% tómatvara í nokkur ár, í auglýsingum og svona. En nú þarf að keyra allt í botn: Hún er auglýst sem jafnvel meira en hundrað prósent! Tómatsósan sem hirðir ekki um stærðfræði! Hamingja og franskar í áttunda himni.

Þegar ég braka í puttunum þá geri ég það oftastnær svona einn í einu og í þessari röð:
  1. þumall hægri handar
  2. þumall vinstri handar
  3. baugfingur hægri handar
  4. baugfingur vinstri handar
  5. vísifingur hægri handar
  6. vísifingur vinstri handar
..stundum hætti ég bara eftir þessa rútínu. Og held áfram að gera það sem ég var að gera, enda er þetta eitthvað sem ég dett oní þegar ég er með hugann við annað, en hendurnar þurfa að gera eitthvað. Það að taka saman greipar og braka í öllusaman svona krakkakrakk er allt annar hlutur. Það er meðvitað verk einsog að sparka í vegg eða fleygja upp hornunum.

Aðferðin sem ég nota oftast og gildir fyrir þessa röð hér fyrir ofan er svohljóðandi: þumlarnir eru fyrstir, en þá klemmi ég fremsta hluta þumalsins á milli vísifingurs og löngutangar sömu handar, og toga hann uppávið um leið og ég herði takið með vísifingri. Þetta er svolítið eins og að brjóta sprek á læri sér.
Hina fingurna tek ég einfaldlega með þumlinum og herði takið þartil þeir gefast upp..

Það kemur samt fyrir að ég klára restina af puttunum og þá fer það yfirleitt svona:
  1. litliputti hægri handar
  2. litliputti vinstri handar
  3. langatöng hægri handar
  4. langatöng vinstri handar
Þetta er vegna þess að það brakar sjaldan sem aldrei í löngutöngum, en kannske eilítið oftar en svo í litluputtunum.

Í framhaldi af þessu gæti ég farið útí að snúa uppá puttana og braka þá í fyrstu kjúkum fyrir ofan hnúa. En þá geng ég venjulega frá vísifingri að litlaputta á hægri hönd og svo sama ferli á vinstri hönd (þetta virkar hinsvegar ekki á þumalinn).

Síðan get ég brakað í öllum tánum mínum með þeim einum saman.. þ.e.a.s. hendurnar þurfa hvergi að koma nálægt. En það er efni í heilan póst í sjálfu sér.

...

Strákarnir vilja mæta í ræktina klukkan átta í fyrramálið. Þeir eru snar.

-b.

Engin ummæli: