09 nóvember 2005

Þriðjudagur

Heyrðu karlinn bara að vinna og svona, strauja kort og tína upp klink og svona. Og hver haldiði að labbi ekki inní pleisið nema þessi gaur (til vinstri):



Heyrðu, þá er Egill bara nýi gaurinn sem ég átti að kenna á kassann og svo framvegis. Magnað. Hann lærði bara fljótt, enda ekki mikið vesen.
Tilviljun dagsins.

Svo kem ég heim og þá eru barasta komnir tveir nýjir Arrested þættir á netið. Frábært. Og Retaliation er líka fínn.. Góðir partar hér og þar. ,,I've always wanted to uppercut a punkass."

Æ já.

Á morgun er miðvikudagur. Stutt í föstudaginn og tónleika með Hjálmum á Flúðum. Verst að helvítis málþingið er á sama dag, fyrr um daginn. Ég ætlaði að fara snemma á Selfoss, en mig langar að sjá eitthvað á þessu dæmi.

Ahh, nýfundið frelsi mitt er ekki búið að stimpla sig inní puttana og skrifhausinn. Ég þarf andskotann ekkert að skrifa meira ef ég nenni því ekki og ég þarf ekki einusinni að loka þessu nema mig langi til þess.

-b.

Engin ummæli: