24 nóvember 2005

eXTReMe Tracking - Science

Ég er sífellt að ákveða eitthvað seint að nóttu eða kvöldi sem ég fell síðan frá þegar ég vakna daginn eftir. Heimurinn er einhvernvegin allt annar.

Sem minnir mig á nokkuð sem Foucault sagði, og kom fram í tímanum í gær, að maður gæti ekki búist við því að lausnir fyrri tíma gætu leyst vandamál nútímans.
Hann sagði þetta náttúrulega ekki í þessum beinu orðum. Enda var maðurinn franskur. Og hann átti jú við ,,fyrri tíma" einsog hið klassíska skeið vestrænnar siðmenningar, en punkturinn stendur enn. Hugtök og rannsóknir spretta upp úr samfélagi hvers tíma sem elur þau, sem þýðir að niðurstöður fyrri tíma geta kannske gefið einhverja vísbendingu um lausn, en standa ekki gildar í sjálfum sér.

Já, ég gæti reyndar heftað eitthvað aðeins neðan á þetta, en ég nenni því ekki. Ég þarf að fara að horfa á Battlestar Galactica, post haste!

-b.

Engin ummæli: