14 nóvember 2005

Helgin og svoleiðis

Það væri ágætis drykkjuleikur að súpa í hvert skipti sem sögumaðurinn segir ,,realized" í Arrested Development.

Hjálmar voru fínir á föstudaginn. Tónleikarnir gengu sérstaklega vel fyrir sig.. Rúv útvarpaði þeim beint og ég held að það hafi verið til þess að þeir byrjuðu á réttum tíma. Skemmtileg tilbreyting það.

Á laugardaginn var étið og drukkið í Þingborg. Rosa fínn matur og ofboðslega mikið áfengi. Ég man ekki hvenær ég kom heim á Heiðarveginn en mig rámar óljóslega í að hafa farið þaðan á Pakkhúsið. Svo skutlaði hann Fúsi mér heim í dag og bauð mér í mat á gamlárskvöld. Spennó.

Mikið er ég svangur.

-b.

Engin ummæli: