17 nóvember 2005

Maður lifir ekki á Eldrefnum einum og sér

Ein af þeim eldrefs-viðbótum sem ég get ekki mælt nógsamlega með er Tab Clicking Options, en með henni getur maður lokað flipum með tvíklikki. Ég hef ekki snert bévað x-ið þarna til hliðar svo mánuðum skiptir. Og tvíklikk á auða svæðið til hliðar við flipana opnar nýja flipa (sem ég nota reyndar ekki, ctrl+t er mun fljótlegra).

En þá kemur fyrir að ég tvíklikka óvart á einhvern grúví flipa.. sem er leitt. En þá kemur hinn réttnefndi undoclosetab til sögunnar. Hægrismellari og flipinn er kominn aftur á sinn stað. Frábært!

Þetta eru líklegast þær viðbætur sem ég nota hvað mest, en fast á hæla þeirra kemur Proxy Button, en með því að smella á hann opna ég eða loka fyrir tengingu við proxyserverinn sem er skráður í eldrefs-stillingunum. Ég þarf að nota proxy.rhi.hi.is heima, en á þráðlausum nettengingum niðrí bæ (einsog á Prikinu, þarsem ég sit núna) þarf ekkert slíkt. Áður þurfti ég alltaf að fara oní stillingarnar og haka af ,,Use proxy server" eða eitthvað þvíumlíkt. En aldrei meir!

Aðeins meiri hraði, félagar. Munar öllu.

-b.

Engin ummæli: