Núna áðan datt mér í hug að setja í nokkrar vélar og eiga þannig hreina sokka til að fara í á morgun. Rosa fín hugmynd, í sjálfu sér. En þegar ég tók úr seinni vélinni núna rétt í þessu sá ég að ég hafði gleymt að taka æfingaprógrammið úr bláu buxunum, þannig að bréfið hafði blotnað í vasanum, leyst upp og hlaðist utaná öll hin fötin í vélinni einsog pappírsflasa. Ég nenni ekki að þvo þetta allt aftur, vona bara að draslið hverfi einhvernvegin í þurrkaranum.
...
Ég vakti frameftir öllu á fimmtudaginn, glápandi á eitthvað rusl og vinnandi í því að koma nýrri heimasíðu Torfhildar í rétt horf, þannig að þegar ég vaknaði klukkan rúmlega átta til að mæta á málþingið hafði ég sofið í kannske þrjá tíma. Svo fór ég að vinna um þrjúleytið og vann til rúmlega tólf. Kom heim, svaf í fimm tíma sirka og fór aftur í vinnuna. Kom heim um fjögurleytið og lagðist uppí rúm og glápti á eitthvað í sjónvarpinu.. reyndi síðan að kíkja í partí til Tinnu, drakk rúmlega einn bjór og smá viskí en var geispandi einsog gamall maður og hálfsvimaði af því litla áfengi sem ég hafði drukkið (án þess þó að finna mikið á mér).
Þannig að ég fór heim og svaf.
Datt í hug önnur leið til að fokka í bannernum á nýju síðunni. Prófa það núna, hei!
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli