Ég mundi meira af draumum næturinnar núna áðan inná Bókhlöðu. Ég sat með honum Halli oná frekar hárri byggingu, og til hinnar hliðarinnar við mig sat einhver bjáni. Hallur fór að atast í honum, svona einsog honum er lagið, og allar tilraunir mínar til að stilla til friðar dóu fyrir daufum eyrum. Loks fer Hallur að slá til þessa flóns yfir mig (þar sem ég sit á milli þeirra ennþá) og ég öskra þá á hann að slaka á því hann eigi eftir að detta framaf.
Nú sagði ég þetta ekki bara til þess að fá hann til að hætta þessari vitleysu, heldur líka vegna þess að ég fékk það á tilfinninguna að hann ætti í raun eftir að detta framaf, og að ég gæti óttalega lítið gert í því.. en með því að láta hann vita af því að ég sæi framá það hafði ég allavega gert eitthvað - eða ég gæti a.m.k. haldið því fram.
Það kom mér þessvegna ekki á óvart þegar áflogin ágerðust og Hallur missti fótana. Hann rann niður eftir þakinu með aulann í eftirdragi, en ég reyndi að teygja aðra löppina niður á eftir honum svo hann gæti gripið í, og hélt með annarri höndinni í súðina. Bjálfinn greip í mig, Hallur greip í hann, en missti takið og féll niðuraf þakinu. Ég heyrði meira að segja dynkinn sem kom þegar hann lenti á malbikinu fyrir neðan.
Mjög óþægilegur draumur..
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli