17 nóvember 2005

Hildur þýðir 'orrusta'

Ég er í bölvuðum vítahring hvað varðar svefn og vöku og svoleiðis. Vaki langt framá nótt afþví ég nenni ekki að fara að sofa og vakna ekki fyrren seint og síðarmeir afþví ég nenni ekki að fara á lappir.

Reyndar ætla ég að fara að koma mér í bælið núna, en þar með er ég að stíga skref í rétta átt.. undanfarnar nætur hef ég ekki lognast útaf fyrren með morgni. (Þetta var það sem hún Alla sagði alltaf, var það ekki? Með morgni.)

Svo er ég eitthvað að dunda mér að smíða nýja Torfhildarsíðu, enda löngu kominn tími á það. Sjáum hvernig það fer..

-b.

Engin ummæli: