09 nóvember 2005

Sölumennska á bensínstöð

Í gær komu tveir starfsmenn KB banka inná stöðina og fóru að spjalla við hann Jóa gamla um viðbótarlífeyrissparnað. Um ellefuleytið spurðu þau mig hvort ég væri með svoleiðis dæmi í gangi og ég neitti því. Þá fengu þau mig inná kaffistofu og reyndu að selja mig inní þetta dæmi. Og það hafðist hjá þeim.

Málið er að ég hef verið að spá í þessu heillengi, og haft þetta á bakvið eyrað svona síðan ég frétti fyrst af þessu. Þá var ég í úthringingum hjá Markaðslausnum (sem síðan varð Fjarmark, minnir mig) haustið 2000. Það vildi enginn fá fulltrúa frá [hvaða fyrirtæki sem það nú var] í heimsókn til að kynna þessa nýjung, og mér fannst það ekkert skrýtið. Þetta hljómaði voða vel einsog hann setti þetta fram, gaurinn sem útskýrði þetta fyrir okkur hringjurunum, en þetta var voða mikið vúdú eitthvað, fannst mér.

Síðan hef ég alltaf verið að vandræðast yfir því hversu mikið ég skipti um vinnu.. Mér hefur aldrei fundist það neitt vit að starta einhverjum aukalífeyri þegar ég hætti hjá fyrirtækinu eftir þrjá mánuði og þarf svo að vasast í þessu aftur þegar ég byrja hjá næsta. En núna nýlega var ég að ræða þetta við hana Guðmundu, mömmu hans Halls, og hún vildi meina að þetta væri bara ekki svo flókið. Og þessi tvö sem komu í gær tóku undir það.

Það er samt eitthvað við sölumenn sem fer í taugarnar á mér, þannig að þótt ég væri svo að segja seldur frá því að þau gerðu sig líklega til að kaupa mig þá spurði ég og efaðist eins mikið og ég gat. Maður getur að minnsta kosti verið erfiður kúnni, annars er þetta ekkert gaman fyrir bankagreyin.

Þannig að ég er núna byrjaður að safna í viðbótarlífeyrissparnað hjá Vistu. Fimmtíu prósent í Vistu V og fimmtíu prósent í Ævilínu II.

Þau vildu líka gera mér tilboð í bankaviðskiptin mín. Gera mér tilboð! Ég veit ekki hvernig það fer, en ég sagði þeim að þau mættu alveg hringja í mig einhvern daginn.. Þegar ég minntist á úthringingarnar í den spurðu þau líka hvort ég vildi fara aftur í svoleiðis vitleysu, en ég harðneitaði því. Það er eitthvað sem ég geri aldrei aftur.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.