17 nóvember 2005

Fámennar gæsalappir

Af nörd.is, heimasíðu tölvunarfræðinema:
Vísindaferðinni sem átti að vera á morgun, föstudag, verður aflýst vegna þess hve fáir eru búnir að skrá sig.
Ég tel mig geta ábyrgst það að svonalagað hefði aldrei komið fyrir í bókmenntafræðinni, ef ekki hugvísindaskorinni allri.

Ég hvarf frá ómögulegri síðuuppsetningu eftir hárrétta gagnrýni frá honum Davíð.. Fólk þarf myndir. Myndir myndir myndir. Kannske ég ætti að setja einhverja mynd hér á þessa síðu líka? Nóvemberkaktusinn minn væri góður hedder. Eða eitthvert fylleríislandslagið. Eða ,,byssan" með gæsalöppum.

Nei, ég sjálfur að merkja drauga-gæsalappir fyrir ofan höfuð mitt. Ég held öngunum útfyrir þessa tvo dálka og umlyk þá báða með gæsalöppum. Hversu mikill rosi er það?

Ansi mikill rosi, það er hversu mikill rosi það er.

-b.

Engin ummæli: