06 febrúar 2006

Stúdó og myndó (-sögó)

Núna áðan hellti ég mér uppá indælis bolla af tei og sótti um stúdentakort með mynd þarsem ég brosi einsog Big Buddy Jesus. Hvað um ÞIG?

Djöfull er hann annars indæll, þessi bolli af indælis tei. Fokk. Indæli bolli.

.....

Hei já. Bókarkaup: Fékk lánsfé um daginn og hélt uppá það með ferð í Nexus. Keypti þessar tvær:

Seven Soldiers of Victory, Vol. 1The Life and Times of Scrooge McDuck

(Reyndar er þetta ekki rétta kápumyndin af Seven Soldiers, en það verður bara að hafa það.)

Er byrjaður á báðum og er vel hrifinn. Man náttúrulega eftir Don Rosa sögunum í Andrésblöðunum í gamla daga, þetta var það sem mest vit var í. Og er enn.. Draslið sem fyllir Andrésblöðin og Syrpurnar í dag er einmitt það; bara drasl. Illa teiknuð þvæla. En það er svo greinilegt hversu mikið er lagt í sögurnar í þessari bók. Það er hellingur af stórglæsilegum síðum hérna, en þó svo að það séu ekki alltaf einhverjar gloríur í gangi þá er eitthvað að gerast í hverjum einasta ramma. Sjáiði bara tildæmis þessa hér:Öll þessi smáatriði, þessir pínulitlu brandarar og klikkuðu tiktúrur (það sést ekkert mjög vel á þessari mynd, en gaurinn er að nota lifandi snák eða skröltorm sem belti). Það er svo miklu hlaðið í rammana án þess að það sé erfitt að komast í gegnum þá.. ofsinn í hreyfingum gaursins, og þetta lúmska augnatillit sem Jóakim gefur honum.. þetta er svipaður húmor og maður sér sumstaðar í Valhallar-myndasögunum, en svonalagað er ekki að finna í Andrésblöðum lengur. Ónei.

Reyndar held ég að það væri alveg vit að gefa þessar sögur út í upprunalegu þýðingunni, vegna þess að hún var hreint ekki slæm. Ég vildi bara að ég ætti blöðin mín ennþá einhverstaðar.. í heilu lagi, það er. Þau eru eflaust einhverstaðar hér og þar á Heiðarveginum, en megnið af þeim hefur eyðilagst og farið í ruslið.

Opnunarsagan í Seven Soldiers lofar mjög góðu.. en Morrison hefði e.t.v. mátt hemja sig aðeins í innganginum. Óvissutónninn sem fyrsta blaðið slær missir dálítið marks eftir inngangsorðin hans, finnst mér. En kannske er það bara ég. Og þessi bannsetti blóðþorsti minn. Blóð blóð blóð..

Nóg af blóði þarna samt.

-b.

Engin ummæli: