24 febrúar 2006

Ford undir svörtu skinni

Ég fór á Selfoss núna áðan afþví ég hafði ekkert annað að gera. Reddaði netinu heima á Heiðarveginum og ætla kannske að fá mér einn tvo í kvöld.

En á leiðinni yfir heiðina sá ég Fordinn. Varð mjööög hissa, einsog við má búast. Hringdi í Egil og spurði hann útí þetta. Hann sagði mér þá að okkar bíll væri gulur. Hafði gleymt því. Nemahvað þessi var nefnilega svartur með hvítum viper-röndum, nákvæmlega einsog fordinn var.

Egill sagðist hafa séð þennan bíl (væntanlega var það sá sami og ég sá núna áðan) á Holtavörðuheiði síðastliðið sumar. Er þessi búningur svona rosa fín hugmynd að aðrir hafa fengið hana í kollinn óstuddir, eða er um hermikrákur að ræða? Smjöttum á þessu aðeins.

(Viðbót daginn eftir:) Sagði Halli frá þessu og hann sagðist þekkja gaurinn sem á umræddan bíl. Sá er líka 'partíbíll', innréttaður svipað og okkar (nýrri og betri bíll að vísu, enda hafði þessi greinilega komist upp Kambana. Ja, eða Þrengslin.), og gaurinn sem á hann vinnur uppí Gunnarsholti.

-b.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst nú frekar dularfullt að þessi bíll skuli alltaf sjást á heiðum. Fyrst Holtavörðuheiði og svo Hellisheiði. Það vantar bara þoku og þá er þetta orðið dáldið krípí!
-Ingi

Björninn sagði...

Já núna þegar þú segir það.. Ég sagði að vísu að ég hafi ekki tekið eftir því hver sat undir stýri, en sannleikurinn er sá að ég sá engann undir stýri!

Annars kann ég stutta sögu tengda þessu.. verð að muna að koma henni að á morgun.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Já Bjössi, þið eruð fyrstu gaurarnir til að setja hvítar væper rendur á bíl...sheesh.

Björninn sagði...

Ekki bara ,,á bíl", heldur á svartan Ford Econoline. Djís.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Pshaw.