,,...heil opna með unglingsstúlkum að tala um massaða stráka, en þó einkum um tippi og píkur."
Eða hvað. Kannske eru þetta ekki þær Inga, Lára, Auður og Áslaug. Þetta gæti í raun og verið átt við hverja einustu opnu í ,,Orðlausri". Það gæti hafa verið meiningin.
.....
Annars fékk ég tölvupóst í dag, sem ég átti varla von á. Bréfið byrjaði á þessa leið:
Sæll Björn,
Mér er ánægja að tilkynna þér að þú hefur sigrað í fyrstu kvikmyndagetraun BÍÓ.IS eftir að hafa verið dreginn úr hópi réttra svara í morgun.
Svo segir hann mér hvað ég vann. Magnað. Átti ekki von á þessu (áður en þið spyrjið). Vil þakka fjölskyldu minni, tölvunni minni og síðast en ekki síst honum Má, sem benti mér á þessa getraun, en sendi sjálfur ekki inn svör. Ég hef þegar ákveðið að verðlauna hann prívat og persónulega.
Hvað ég vann kemur ykkur hinsvegar ekki við, fyrren ég er búinn að sækja draslið.
.....
Síðustu fjórir þættirnir af ,,Arrested Development" fengu mig til að æpa af hlátri oftar en einusinni. Lokaþátturinn var frábær, þó svo að mér sýndist honum skrika fótur í blálokin. Held meira að segja að ég hafi lesið einhvern vitleysing á imdb.com stinga uppá svipuðum endalokum um daginn, og hrist hausinn yfir honum. Hefði þá frekar viljað sjá það sem ansi margir stungu uppá:
In the next season of Arrested Development: [Footage not found]
..þó svo að það hefði líka verið dálítið klént, og endurtekning á lokaþætti 1. þáttaraðar.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli