21 febrúar 2006

Hví?

Ég veit ekki afhverju í andskotanum þessi síða er svona fokktöpp í Internet Explorer. Hún virkar fínt í Firefox.. Mig grunar að það hafi eitthvað að gera með þetta main - main2 og sidebar - sidebar 2 dæmi sem verður að vera í kóðanum þarsem þessi tvö textasvæði (main og sidebar) eru inní öðru (content). En ég er ekki viss.

Sá að það kom einhver hingað á Safari um daginn. Hvernig ætli það hafi litið út?

Ábendingar vel þegnar.

-b.

5 ummæli:

Már sagði...

fínt í safari.
Már

Björninn sagði...

Takk maður.

Nafnlaus sagði...

Ástæðan fyrir því að þetta virkar ekki í IE, er sú að IE virkar ekki sem skyldi. Hann styður ekki nærri eins mikið af CSS eins og Mozilla (eða Safari) og er held ég langt á eftir flestum browserum hvað stuðning við alþjóðlega staðla varðar. Meiraðsegja verður ekki fullur stuðningur við þetta í IE (IE 7), en vonandi eitthvað betri en er núna.

Annars er hægt að leita á Google að "CSS IE Hacks" til að finna hvernig laga megi hitt og þetta fyrir explorerinn... En það er slatti vinna að reyna að fá það til að virka. Ég t.d gafst upp á einu atriði í bili fyrir nýju Vitleysingasíðuna sem bara vildi ekki virka rétt í IE...

-Ýmir

Björninn sagði...

Já.. maður skyldi jú alltaf ætla að þegar eitthvað virkar ekki í IE þá sé það IE sem þarfnast lagfæringar en ekki.. uu.. þetta 'eitthvað'. En samt leiðinlegt þarsem ég sé að nokkrir sem skoða þessa síðu keyra á IE. Greyin.

Ég nenni samt ekki að vera að grúska í þessu endalaust þannig að það virki allstaðar. Þessi ábending þín leiddi mig samt að þessu blockquote-sýsli mínu svo ég þakka nú engu að síður fyrir það.

Nafnlaus sagði...

Það var nú minnsta málið.
-ýmirs