Fattaði það stuttu eftir að póstur gærmorguns fór út að það dugar náttúrulega ekki að segja ,,tók til".
Ég ryksugaði alltsaman, þreif eldhús- og borðstofuborðin, sjónvarpið, stofuborðið, helluborðið og ofninn, vaskaði upp og raðaði ótal bókum í hillu. Skúraði ekki. Er lítill skúrari.
Annars er ekkert að gerast. Dágóður ræktari í morgun, súrmjólk í hádeginu, engifer- og sítrónute með hunangi fyrir hálsinn, blókrollan eiginlega tóm, 22 skráðir á árshátíð og ég er að fara aftur niðrá Ægisíðu. Maður verður víst að eiga einhvern aur þarna á Kanarí.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli