14 febrúar 2006

Meira sjónvarp

Put it there, boy. Every normal man's fantasy! Give the bitch what she really wants and finally, finally show her who really is boss. Stick her in the ground and say 'I did that'. Rot in jail with all the other brave men.

,,Cracker". Fínir fínir þættir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, áður en ég fór að horfa á þá aftur, hversu vel ég mundi eftir þeim. Ég mundi ekki söguþræðina, og ég er viss um að stór hluti af þáttunum fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér þegar ég fylgdist með þessu í gamladaga.. en einstaka persónur, tiktúrur, hinar og þessar línur. ,,I bet I can beat you at dominoes." Snilld.

Er að verða búinn með þriðju og síðustu seríuna. Það er víst enn önnur á leiðinni, en dálítið í hana. Og bráðum klára ég ,,The Comedians of Comedy" og hvað geri ég þá?

Bíðum við, ég var ekki búinn að benda á þá ennþá. Fyrstu tveir þættirnir eru í draslinu. Stuttir og laggóðir þættir, oft mjög fyndnir. Þessi Zach Galifianakis er kómiker að mínu skapi, undarlegur húmor og oft á tíðum ofsafengin sviðsframkoma. Sjáið hann líka í stuttmyndinni hans Bob Odenkirk á heimasíðu Sundance hátíðarinnar, hérna. Hún heitir The Pity Card og er nokkuð góð. Býst við að þeir fari að taka þessar myndir niður bráðum samt, þarsem það er búið að tilkynna sigurvegarana..

En þessir þættir minna mig á upprunalegu hugmyndina hans Larry David, sem varð á endanum að ,,Seinfeld"; að fylgjast með uppistandara í einhvern ákveðin tíma og sýna síðan hvernig daglegu atvikin í lífi hans skila sér uppá sviðið. Nemahvað það eru fjórir uppistandarar til sýnis hérna, og þetta eru sirka tuttugu mínútur. Mikill hraði í þessu.. en einsog ég segi, oft mjög fyndið.

-b.

Engin ummæli: