17 febrúar 2006

Arg - komment

Verst þykir mér að geta hvergi fengið rss fíd fyrir kommentana á þessari síðu. Haloscan býður uppá þetta, þannig að ég get séð hvenær það bætast inn ný komment á vitleysinga, en ég hef ekki séð það á þessu blogger-kerfi. Kannske hef ég ekki leitað nóg. Tékka á því.

Hinsvegar er stóri kosturinn við þetta kerfi sá að kommentin eyðast ekki eftir ákveðið langan tíma. Elstu kommentin sem finna má á vitleysingum eru frá miðjum október á síðasta ári. Þá eru rúmlega tvö ár horfin útí eterinn. Veður og vind. Buska. Hafsauga. Rúmsjó. Og svo framvegis.

..svo má jú alltaf deila um hversu merkilegt þetta er. En ef þú ert að skrifa á / lesa blóksíðu þá ertu eiginlega búinn að gefa það frá þér.

-b.

Engin ummæli: