16 febrúar 2006

Næla?

Már var að svara einhverju kukli, og ég sá að Emil sendi frá sér svipað um daginn, þannig að ég stekk bara á kerruna. Ocean's 12 má bíða.

Og ég er að fíla þetta forrit. Ef þið eruð eitthvað að blóka að ráði skuliði allavega tékka á því. Performancing.

4 djobb sem ég hef haft:
 • Eldhúsmella á Hótel Örk
 • Næturvörður / sundlaugarvörður á Hótel Kirkjubæjarklaustri
 • Mótelstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd
 • Vaktstjóri á Essó, Ægisíðu

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur og aftur..
 • Se7en
 • The Adventures of Ford Fairlane, (Rock 'n Roll Detective)
 • Miller's Crossing (væri líklegast efst á þessum lista)
 • Walker Texas Ranger, The Movie, The Movie

4 Staðir sem ég hef búið á:
 • Fagrihvammur í Berufirði, Austfjörðum
 • Tannlæknastofan í Hveragerði
 • Heiðarvegurinn, Selfossi
 • 4 mismunandi íbúðir á Stúdentagörðum, Eggertsgötu, Reykjavík

14 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
 • Mr. Show (With Bob and David)
 • The Office
 • BrassEye
 • Arrested Development
 • Rome
 • Deadwood
 • Battlestar Galactica
 • Monty Python's Flying Circus
 • Cracker
 • The Sopranos
 • The Simpsons (sirka 4. til 13. þáttaröð, held ég)
 • Absolute Power
 • Quantum Leap
 • X-Files

4 staðir sem ég hef verið í fríi á (?):
 • Kaldársel, Ísland
 • Quamper, Frakkland
 • Kaupmannahöfn, Danmörk
 • Benidorm, Spánn

4 uppáhaldsbækur:
 • Catch-22 eftir Joseph Heller
 • The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut
 • Skuggaleikir eftir José Carlos Somoza
 • This is Not a Novel eftir David Markson

(4 myndasögubækur:
 • From Hell eftir Moore
 • Torso eftir Bendis
 • The Filth eftir Morrison
 • Cerebus: Reads eftir Sim)

4 vefsíður sem ég skoða daglega (fyrir utan þessa):

4 uppáhaldsmáltíðir (og höldum þessu á stúdentamörkum):
 • Hambó
 • Tómatbrauð með osti
 • Kjúllinn hennar mömmu
 • Almennileg sveppasúpa

4 staðir sem ég vildi vera á núna
 • Í vel búnu svefnherbergi með þakglugga
 • Á Austurvelli í glampandi góðu veðri með kaldan pilsner og nýjan Bendis
 • Á meðalstórum bát á leiðinni.. eitthvað
 • Á bókasafni / kaffihúsi þarsem ég fæ að lesa og drekka og vera í friði í smástund andskotinn hafi það..

4 ólukkupamfílar sem ég man ekki hvað heita:

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá This is not a novell.
En ég hefði nú viljað sjá pastaréttinn sem senn nálgast fullkomnun í matardálkinu!

Ingi

Björninn sagði...

Ah jú, ég var nú að spá í því sko.. en ég ákvað að með því að hafa hann ekki á lista yfir uppáhaldsmáltíðir þá gæti ég kannske farið að minnka neysluna á honum, enda finnst mér ég hafa þyngst um átján kíló í hvert sinn sem ég stend frá borði. Þegar hann er í matinn sko.

This is not a novel varð eiginlega að fara á listann þarsem ég er svo upptekinn af þessari bók eitthbvað.. eflaust gæti ég fundið betri bækur til að skrifa þarna inn, en ef til vill segir það meira um mig að ég skuli líta þessa bók svona björtum augum en ef ég hefði sagt Glæpur og refsing. Sem er.. tja, kannske ekki _náttúrulega_, en ég myndi segja hana 'betri bók', tvímælalaust.

Hvað um það. Listadjöflar.