20 febrúar 2006

Afsakið hlé

Við Már og Davíð vorum að stofna andúðarklúbb Judy Dench. Við komum til með að hittast einhverntíman í framtíðinni og sýna andúð okkar á kerlingarbeyglunni. Ég veit ekki hversu reglulega, en það er jú hugurinn sem gildir.

Ég er formaður, Davíð varaformaður og públisisti, og Már er orkudrengur.

Saman erum við trylltir folar.

-b.

5 ummæli:

Björninn sagði...

Þeir sem ekki náðu vísuninni í Villa og Tedda eru að sjálfsögðu himpigimpi..

Már sagði...

Ég náði henni og þar sem ég er einn/fjórði af lesendum síðunar ertu í góðum málum. Ég efast um að það séu 50 manns sem fatta brandarana mína á vitleysingum.

Björninn sagði...

Ég held reyndar að þú sért sirka 1/6 af ört vaxandi lesendahóp mínum. Jafnvel minni.

En jú, þetta er það sem maður þarf að þola þegar maður fer sóló. Lægri sölutölur og færri grúppíur. Oftastnær.

Már sagði...

vá hvernig væri að eyðileggja ekki zing-ið mitt

Björninn sagði...

Fyrirgefðu Már, ég hélt að þetta væri einhver loddari að þykjast vera þú. Sjáðu bara alla punktana og stóru stafina.

auðvitað myndi ég aldrei eyðileggja zing-ið þitt