14 febrúar 2006

Angst Club

Mér þykir gaman á bókasafni. Verst að þessi stofnun er ekki hugsuð fyrir fólk einsog mig, sem vakir framá morgun og sefur til hádegis.

Már benti á vídjófæla uppúr Bollywood-endurgerð á Fight Club. Ágætt dót þarna á ferð.. Þessir gaurar á chuckpalahniuk.net vilja reyndar meina að þarna sé allsekki endurgerð í gangi. IMDB gerir það líka. En það virðist nokkuð augljóst að ýmsu sé stolið, þósvo að þarna sé ekki sama sagan á ferð.

Skemmtilegast fannst mér samt að sjá þessi ummæli á twitchfilm, þarsem finna má vídjófælana:
Plus they seem to have added a healthy comic element, so if you're looking for any Palahniuk angst in this one I think you're pretty much wasting your time.

Einsog angist (eða helst 'Angist'.. hún fílar að eiga stóra stafinn) og kómedía séu engan vegin sambærilegar. Bókin er mjög fyndin, og myndin er það líka.. maður þarf að vera ansi blindur, graður eða blóðþyrstur til að líta framhjá því. Angistin liggur alltaf til grundvallar, en hún er ekki færð yfir á lesanda/áhorfanda í Fight Club vegna þess að hann stendur í nógu mikilli fjarlægð frá öllu saman.

Fjandinn hafi það, sagan er um mann sem hættir að geta grenjað utaní ókunnugum, þannig að hann byrjar að berja á sjálfum sér og næst á nýju vinunum sínum. Og hann þykist hafa orðið fyrir hugljómun! Í óendanlega afstæðum heimi þá hefur hann e.t.v. orðið fyrir henni í raun og veru, en kommon..

Þetta er reyndar nokkuð athyglisvert, núna þegar ég fer að spá í þessu. Kannske maður líti aftur á myndina og velti þessu upp.

-b.

Engin ummæli: