31 júlí 2006

The Old Country og sjónvarp vikunnarYup.

_____

Lufsaðist eitthvað niðrí bæ áðan, keypti grænmeti fyrir áttatíu krónur í Bónus og er ekki viss um að ég nenni miðbænum lengur. Hvar er allt þetta fólk sem ég var vanur að tala við? Var það kannske bara þetta eina skipti?

Á netinu í dag fann ég áttunda þátt þriðju þáttaraðar af Entourage, en á eftir að horfa á hann. Það sama á við um áttunda þátt þriðju þáttaraðar af Deadwood, en það var ekki fyrren í gær sem ég hafði það að glápa á þann sjöunda. Allt ansi rólegt þar ennþá, en greinilega einhver bilun í uppsiglingu.

Sótti líka míníseríu eftir Mark Millar að nafni Wanted, en ef ég myndi setja það á HI-netið væri markhópurinn um það bil Davíð, og hann nennir ekki að lesa myndasögur á tölvunni, ef ég man rétt. Klock mælir með þessu, svo maður tékkar.. Nokkuð annað hægt?

Er með skringilega tilfinningu í vinstra eyranu. Hversu lélegt væri það af mér að drepast úr sjaldgæfri eyrnasýkiveiru rétt áður en ég fer austur?

Engin ummæli: