24 júlí 2006

Harðsperrurnar éta mig

Mikið ofboðslega hef ég lítið fylgst með vídjóstöðu Íslands uppá síðkastið. Ég var að enda við að horfa á Everything Is Illuminated, fletti henni upp á netinu og sé að hún kom út á vídjó hérna í maí síðastliðnum. Varla hefur hún þó komið í bíó? Þá er ég alveg mát.

Þetta er annars fín ræma. Ég er reyndar mjög feginn því að hafa ekkert vitað um þessa mynd áður en ég horfði á hana (Marvin henti henni í mig um daginn).. Tékkaði á treilernum þegar myndin var búin og það er, einsog svo oft áður, alltof mikið gefið upp um söguþráðinn.

Þósvo ég freistist stundum til að kíkja, þá eru treilerar alla jafna verkfæri djöfulsins. Ég fer ekkert ofanaf því. Núna í gær horfði ég t.a.m. á Running Scared (sem hafði víst komið í bíó í vetur, að mér forspurðum og óafvitandi þartil í gær) og naut þess að búast ekki við neinu af henni.. þ.e.a.s. að hafa ekki myndað mér skoðun útfrá neinu sem ég hefði séð eða heyrt eða lesið um þessa mynd, burtséð frá myndinni á hulstrinu, sem er mjög generísk.

Sú er mjög skrýtin, og dettur eiginlega oní einum of mikla vitleysu fyrir minn smekk. Hún á það sameiginlegt með Everything Is Illuminated að vera einstaklega stílíseruð, en Everything er ekki að rembast of mikið við að vera töff, og virkar þar af leiðandi ekki eins vitlaus.

Ég horfði á Farenheit 451 með öðru auganu áðan. Var það rétt sem mér sýndist að þau væru að stofna bókasamfélag án bóka? Munnleg geymd í stað texta.. undarleg leið til að skerast undan alvaldinu. En um leið sniðug. Kannske ég hefði átt að horfa með báðum.

Næst á dagskrá er að horfa aftur á Equilibrium. Byssubardagar hó!

-b.

Engin ummæli: