Það er sko drasl að gerast í báðum þessum þáttum sem ég minntist á hérna áður í dag. Sjúkks.
Og ég held ég hafi slegið persónulegt aðsóknarmet. Fimmtán manns á einum degi? Með aðstoð myspace hef ég reyndar komist að raun um að ég þekki þó rúmlega tuttugu manns, en engu að síður þykja mér undarleg púsl koma til grafar.
Verst þykir mér hversu margir keyra á internetexplorer, en mér skilst að tengladálkurinn birtist þar á botni síðunnar, og ég hef ekki haft nennu til að laga það.
Só bí itt.
Og einhver valsar inn á Windows '98! Mér finnst það barasta nokkuð svalt. Svipað og að ganga á Snæfellsjökul klæddur í smokk og gömul þjóðlög.
Í gær kenndi Morrison mér að galdra og á morgun flyt ég drasl austur á Selfoss með hjálp græna jeppans. Helgina eftir verslunarmannahelgi (þ.e.a.s. þarnæstu helgi) langar mig að henda upp teiti fyrir alla þá sem ég skil eftir hérna á Íslandi. Ætli einhver mæti?
Best að auglýsa þetta á Vitlaranum á morgun. Ég veit samt ekki hversu mikið verður eftir af sætum og svoleiðis hérna heima þegar þangað dregur, þannig að það væri kannske ráð að finna annan völl.
Þótt mér sé það þvert um geð. Ég hef ekki gestgefið leiðinlegt partí í þessari íbúð, að mínu mati.
-b.
2 ummæli:
Myndi koma í partí ef ég væri ekki fjarri góðu gamni ;)
Davíð vill samt koma steinunum heim til sín í dag, svo ég veit ekki með grillið..
Skrifa ummæli