03 júlí 2006

Sko,

það eina sem ég þarf að gera í þessu djobbi, svona í stórum dráttum, er að passa að kassinn sé réttur. Ef það fara jafnmiklir peningar í bankann og kassinn segir mér að ég hafi tekið inn, þá eru allir sáttir.

En þetta ætlar ekki að ganga. Og ég fokking skil þetta bara ekki.

Ég lenti aldrei í þessu síðasta sumar, og allar vaktirnar sem ég tók í vetur, það var aldrei neitt svona uppá teningnum. En eftir að ég tók hana Pálínu í þjálfun hefur vantað uppá kassann frekar en hitt. Í dag var það tæpur fimmþúsundkall. Um daginn fimmtánhundruð og þaráður rúmur þrjúþúsundkall. Ég væni engan um þjófnað, en mig grunar að það sé eitthvað vitlaust slegið inn. Einhverstaðar.

Vandinn er bara að það er ómögulegt að finna svona gallaða færslu - hún stingur ekkert í stúf við hinar.

Og þetta er sérstaklega amalegt því mér er svo að segja skítsama um þetta fyrirtæki, og þetta djobb er bara út sumarið, einn og hálfan mánuð í viðbót, en fyrst ég er að þessu þá vil ég gera það rétt. Þetta er eitthvað sem ég á að bera ábyrgð á.

Svo þetta fer ofboðslega í taugarnar á mér.

Meira en dólgslegir kúnnar, meira en launadeildin, sem heldur áfram að borga mér fyrirfram þósvo að ég hafi aldrei beðið þá um það, meira en það að þurfa að hanga inni og blíba kók og sígó á meðan sólin skín úti.. Það er allt eitthvað sem ég get skilið eftir á snaganum þegar vaktin klárast. En ég á erfiðara með þetta.

Fokking fokk.

..einsog skáldið sagði.

______

Já og ég fékk íbúðina sem mér var boðið og ég þáði.

Jei!

Málið er að þósvo mér hafi verið boðin þessi íbúð, þá var ég annar á lista yfir tvo einstaklinga sem fengu þetta tilboð. Eitthvað skrýtið system hjá þessum Dönum, hann Ýmir lenti í því sama. En þetta er semsagt í höfn. Á sama tíma fæ ég bréf frá Görðunum, þarsem ég er minntur á að koma og skrifa undir áframhaldandi leigusamning. Þá get ég væntanlega komið við hjá þeim blessuðum og sagt þessu upp.

Maður er bara á leiðinni. Ha?

-b.

Engin ummæli: