03 júlí 2006

Pása

Hallur skilaði gamla lappanum mínum núna í dag. Ég ræsti hann jafnhliða nýja gaurnum núna áðan, er búinn að tékka á póstinum og opna netið, og hann er ennþá að hlaða inn vindósinu.

Nei bíðum við.. jæja það virðist hafa klárast núna rétt í þessu. Ég skrifaði hálfa BA ritgerðina mína á þennan jálk. Man að ég fór jafnan framúr á morgnanna, ýtti á 'ON' og fór í sturtu. Var orðinn svo vanur því að þurfa að bíða í öld að ég tók þessu sem sjálfsögðum hlut.

Vinnan í dag var ómarkverð, fyrir utan það hversu óskaplega lítið var að gera. Og svo er ekkert að ske. Vinna aftur eftir sjö tíma tæpa.

-b.

Engin ummæli: