25 júlí 2006

Þrjár myndir

úr slattanum sem ég var að henda inná tölvuna úr símanum mínum. Ég er pínu svekktur yfir því hvað hann tekur lélegar myndir, en um leið er það doldið spes og gaman. Maður getur tekið kúlið á þetta, ,,það geta allir tekið hágæða myndir núorðið, afhverju ekki að taka bara góðar lélegar myndir?" En það virkar dálítið einsog gaurinn sem kann ekki að mála fyrir sitt litla en þykist vera með svaka meiningar í skvettum á striga. Þetta myndi virka betur ef ég hefði í raun og veru tekið einhverjar alvöru góðar myndir.

En ég segi það sosum ekki, þetta gildir þannig séð einu. Ég er enginn andskotans ljósmyndari, ekki frekar en restin af netverjum. Sjáið bara þessar myndir og svo skulum við öll halda kjafti í kór:Sú fyrsta er tekin í andyri borgó, smellt á augabragði. Sú síðasta er tekin á aðfaranótt laugardags, einhver gjörningur til að auglýsa listahátíð. Kom væntanlega í blöðunum um helgina. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi í miðjunni kom.. en það er bara meira gaman.

-b.

ps. Nú þegar ég sé hana svona uppsetta þá hefði svei mér þá verið gaman af vélin hefði ekki registerað vírana sem halda hjólinu uppi. Það hefði verið góð slæm mynd.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjössi minn! Sú síðasta er af hjólinu hans Finnboga! Frikki og Gummi gerðu þetta til að kynna sviðslistahátíðina sem verður í Ó Jónesn og Kaaber.

-ingi

Björninn sagði...

Já, ég veit. Ég var á staðnum.

Nafnlaus sagði...

Ó!

-ingi