30 júlí 2006

Vinnan um helgina

Þetta var semsagt svona:

Vinna á fimmtudegi frá þrjú til tólf. Vinna á föstudegi frá sjö til hálffjögur. Vinna á laugardegi frá sjö til tólf. Vinna í dag, sunnudag, frá níu til hálffjögur.

Ég gerði ósköp lítið annað.

Hann Þorvaldur, sem átti að mæta á seinni vakt á laugardeginum, sagðist vera veikur og það var ekki hægt að redda neinum öðrum með þessum fyrirvara, svo ég varð að standa vaktina. Sem betur fer opnar ekki fyrren níu á sunnudögum, ég veit ekki hvernig ég hefði verið hefði ég þurft að mæta klukkan sjö í morgun.

Ég hef reyndar einusinni áður tekið svona törn, en það var á virkum degi, þegar dagmanneskjan gat verið innan handar. Seinni vaktina í gær, aukavaktina, átti ég með útimanni sem kann gersamlega ekkert á kassann. Og tíu mínútum yfir þrjú, þegar ég hefði átt að vera farinn að gera upp, þá varð allt brjálað. Tómt stress og leiðindi.

Ég er viss um að fullt af fólki vinnur svona dag frá degi, en ég leyfi mér samt að væla yfir þessu. Tisk.

Það sem fór helst í taugarnar á mér var að helvítis fífl og aumingi að nafni Kristján hafði af mér þrjúþúsundkall úr kassanum sem hann átti ekkert með, og nýtti sér þar hvað ég var orðinn steiktur og sljór þegar liðið var á kvöldið. Þetta er ekkert sem ég kem til með að borga, og ég get sýnt framá mistökin með kvittununum, hann verður væntanlega látinn borga þetta áður en yfir lýkur, en það pirrar mig að klúðra einhverju svona. Alger nýliðamistök.

Annars var ég einmitt að tala um það við hann Víði um daginn.. eða einhvern annan.. var það ekki Víðir? að nú er ég orðinn nokkuð sleipur í þessu djobbi, en það er samt ekkert sem ég get nýtt mér annarstaðar.

Ég vann á bensínstöð í eitt ár og það sem ég lærði var.. hvernig maður vinnur á bensínstöð.

Hæ framtíð.

-b.

Engin ummæli: