13 júlí 2006

Laup

Beverly Hills níu núll tveir einn núll: Þar sem söbtextinn er fyrst páraður í loftið og þvínæst sagður í beinum orðum, svo hann fari nú örugglega ekki framhjá neinum. Eiturlyf eru slæm. Foreldrar þínir vita hvað þér er fyrir bestu. Maður þarf að vera næs við nördana. Þunganir unglingsstúlkna eru.. öö.. vandræðalegar?

Mikið er ég annars svalur að ráðast á beverly hills. Hvað verður það næst? Kalla Kaffi?

En talandi um sjónvarp, þættirnir eru komnir upp. Almennilegir fælar í þetta skiptið:

Deadwood, fimmti þáttur.

Entourage, fimmti þáttur.

Mig vantar aukavinnu.. ennþá meiri aukavinnu. Og svo framvegis. Skulda ég sjóvá almennum pening núna eða hvað? En ég er að skipta um vakt, þannig að ég næ nokkrum aukadögum áður en mánuðurinn er úti.

Þarf bara að fara að panta. Ómögulegt að ýta þessu svona á undan sér endalaust.

-b.

Engin ummæli: