10 apríl 2007

Páskar klárast líkaÉg benti Halli á þessa mynd í gær og spurði sjálfan mig um leið afhverju ég hefði aldrei hent henni upp á liðhlaupið. Því ef ég set það ekki á netið þá er það ekki til. En þetta eru hundrað þúsund dollarar, og það er ólöglegt að eiga þennan seðil. Spáum í því. Og hérna er ávísunin sem keypti Alaska:Mér finnst reyndar einsog ég hafi sýnt þessa mynd áður, en hvað um það.

Tóti bróðir var fermdur í gær. Athöfnin tók klukkutíma, en ég mætti seint því ég var að leita að jakkafötunum mínum, sem einn vitleysingur hérna á Heiðarveginum hafði tekið í misgripum fyrir sín. Fötin mín voru semsagt mætt í kirkjuna á undan mér. Og til að bæta gráu oná svart hefur þessi sami vitleysingur verið að nota spariskóna mína sem vinnuskó síðan eftir jól, þegar ég skildi þá eftir inní forstofu. Þetta er akkúrat það sem ég þoldi ekki við að eiga heima hérna í den: ef maður vill eiga eitthvað útaf fyrir sig þá þarf maður helst að læsa það ofaní kassa og grafa kassann djúpt í jörð.

Veislan var svo haldin í salnum á Hótel Selfossi, nóg pláss fyrir fólkið og kalt hlaðborð í miðjunni. En svo kláraðist maturinn af borðinu og það gekk eitthvað illa að finna til meira. Fólk kom að tómu borði og tók það sem til var, þannig að þegar einhver bar inn bakka af kjúklingi seint og um síðir þá voru allir búnir að klára síðustu metrana á frönskum og hrísgrjónum. Frekar lélegt. En mér skilst það hafi verið eintómir lúðar í eldhúsinu þennan daginn.

Helvítis netið hérna er alveg að fara með mig.

-b.

Engin ummæli: