22 apríl 2007

ForsíðaÞetta er æ-ði-slegt kóver. Ég get ekki ímyndað mér að nein saga inní blaðinu sjálfu jafnist á við þetta magnaða augnablik.

Sjáið skreytingarnar á trénu, og hversu vel maðurinn er gyrtur. Geymir hann öxina inní setustofu? Og hvernig kom hann líkkistuni inn að trénu án þess að frúin tæki eftir? (Hann hafði meira að segja fyrir því að setja kort á hana!) Ég sé fyrir mér langa og allt að því fáránlega uppsetningu, sem endar á þessu augnabliki: Hún sér líkkistuna, hún verður umsvifalaust sturluð af ótta (afhverju dettur henni ekki í hug að þetta sé brandari? Hún hefur greinilega grunað eiginmann sinn um græsku í dálítinn tíma..) og karlinn notar hikið til þess að setja allt í sveifluna. Lárétta sveiflu: Hausinn skal af.

Fokking æðislegt.

Las sjöunda hefti af All-Star Superman um daginn. Vonbrigði. En það er framhald í næsta blaði, kannske loka þeir þessu betur. Fyrstu sex heftin hafa verið frábær.

-b.

Engin ummæli: