02 apríl 2007

Flugtak í nánd

Jæja, ég legg af stað eftir sirka fimmtán tíma. Þ.e.a.s. af flugvellinum. Már fór til Bandaríkjanna í morgun. Hallur fór í Gunnarsholt. Allir að fara austur vestur, ekkert annað í stöðunni. Ætli Már hafi tekið með sér páskaegg? Þeir eru með nokkur svoleiðis í Bilku, en enga strumpa eða páskaunga. Ég veit ekki hvað er inní þeim en ég efast um að maður finni töggur.

Ég keypti góða skinku í dag. Skinkan er stórt atriði. Skinka og ostur á bagettu er nestið í flugvélina. Ég man ennþá eftir samlokunum sem ég tók með mér í lestina frá Quimper um árið. Skinka, ostur og tómatar. Úff. Best í heimi.

Það er ekki beint þéttpakkað plan í gangi. Tóti bróðir er að fermast á mánudaginn, annan í páskum. Hér er mynd af honum:



Ooog.. já, hér er víst einhverskonar prófíll. Hann segist fíla absynthe, lesbíur og My Chemical Romance. Hvern hefði grunað? Ég hef ekki prófað að gúgla bræður mína áður.

En já. Fyrir utan það geim verð ég að finna mér eitthvað dundur. Hina átta níu dagana. Sjáumst heima í kaldanum.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð heim, ef þú ert þá ekki þegar farinn.
Annars fann ég Kubb til sölu á 100 kall úti í búð, ég er að spá í að kaupa það. Getum svo prófað það um leið og þú lendir. Ég kem með það á flugvöllinn.
-Ýmir.