Og nokkrir aulabrandarar einsog ,,felum okkur bakvið egóið hans Bubba" eru síðan brotnir inní söguþráðinn þannig að bókin virkar einsog eitthvað aðeins meira en runa af bröndurum - þótt hún sé alltaf endalaust stúpid: Egóið hans Bubba er skrímsli sem stækkar að lokum svo rosalega að það vinnur sigur á dómsdagsvélmenninu FM957. En það er bara fjör.
Merkilegast finnst mér að hún skuli, þrátt fyrir alla vitleysuna, skjóta inn nokkrum gullfallegum römmum. Síðan þarsem Björn Jörundur flýgur til bjargar á töskugeimskipinu sínu og grípur kanínuna, þarsem hún fellur úr turni skemmtistaðarins, er til dæmis mjög sérstök. Hún minnir frekar á ofur-Evrópska ljóðmyndasögu um svefngengla og prinsessur og ferðir til tunglsins heldur en ógeðisstrípu um eineygðan kött og klósettpappírsskrímsli. Heil myndasaga í þessum tón væri eflaust hrikaleg.. En síðan svínvirkar samt í þessu samhengi, og sýnir fýlupokum einsog mér að Hugleikur er fær um annað en spýtukalla og grótesku.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli