17 apríl 2007

Punktar og pínu meiri Vonnegut

Hei, gleðifréttir! Hallur ætlar að koma í heimsókn í næsta mánuði. Stuð.

Maður hlýtur nú að taka svona plönum með varúð, sérstaklega þarsem enginn hefur ennþá látið sjá sig þrátt fyrir falleg orð, en nú var karlinn að selja mynd og teikningar og allt að gerast. Bara laggó.

Í öðrum fréttum þá keypti ég rúmlega 30 prósent feitan sýrðan rjóma núna um daginn. Yfirleitt kaupi ég 18%, en fann hann ekki þegar ég fór í búðina. En þetta er alger bilun. Pastasósan er auðvitað mikið betri á bragðið, en mér finnst eiginlega einsog ég sé að borða rjómalagaða tólg..

Ég fór í gegnum slatta af minningargreinum um Vonnegut í von um að finna eitthvað skemmtilegt til að setja upp, en án árangurs. Það sem vakti hvað sterkust viðbrögð var dánartilkynningin á Fox sjónvarpsfréttastöðinni, en mér finnst hún frekar smekklaus og kem ekki nálægt henni frekar. Allt á youtube.

Og hér er reyndar tribjútmyndband af youtube, kannske pínu væmið en slatti af flottum myndum af karlinum:



Og hér er mynd sem hann teiknaði skömmu áður en hann lést, og er eiginlega mjög vel við hæfi. Sérstaklega ef maður man eftir óskinni í Breakfast of Champions.. En hvað getur maður sagt.



-b.

1 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Þeir eru alltaf jafn smekklegir á Fox. Bölvaðir skíthælar.