28 mars 2006

T mínus vika

Ég afþýddi ísskápinn minn um daginn. Sá hvernig Már fór að þessu: hann henti matnum út og dró gaurinn bara inní sturtu. Hermdi eftir honum. Skápurinn draup bara oní niðurfallið og ég þurfti ekkert annað að gera en að þurrkann og raða aftur inn.

Tók líka til maður. Þurfti þess eiginlega vegna þess að Ingi Björn skilaði sófanum mínum í gær. Kom honum fyrir, mér til vægrar undrunar.. mér fannst vera alveg nóg af drasli hérna fyrir. En þetta smellur svona sirka.

Tæp vika þartil ég flýg út. Til útlanda. Verð í útlöndum í tvær vikur. Meira um það síðar?

,,The Wire" eru fínir þættir.. sá fyrstu þáttaröð um daginn og líkaði vel. Hann er að þessu hann David Simon, sem skrifaði bókina Homicide, sem varð kveikjan að þáttunum Homicide: Life on the Street", sem hann var reyndar eitthvað viðriðinn sjálfur. Og ég hef verið að horfa á.

,,X-Files" sýnist mér vera að slappast niður í fimmtu þáttaröð. Leitt?

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei! Ég held ég drífi í að láta renna af mínu ískáp í nótt!

En hvaða hvaða? Á ekkert að tja sig um V?

-Ingi

Nafnlaus sagði...

Og já maður! Takk fyrir lánið á sófakvikindinu. Það hafa margir þreyttir leiðangursmenn af Galeiðunni fengið að hvíla lúin bein þar.

-Ingi

Björninn sagði...

Skv. tv.com kemur myndin út á milli 4. og 5. seríu.. það meikar reyndar samasem ekkert sens og gæti verið einhver ruglingur. En þetta er slappt hvort sem það er forleikur eður ei.

En við trukkum nú áfram.. sjáum hvort þetta skánar ekki þegar maður kemst aðeins lengra inní gaurinn.

(Sem er alls ekki gei orðalag.)

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Mér fannst nú fyrsti þátturinn í fimmtu seríu góður...slappaðist niður í þeim seinni samt.