Kíkti í póstkassann af gömlum vana núna áðan og viti menn: niðurstöðurnar úr TOEFL prófinu sem ég tók fyrir tæpum tveimur mánuðum voru komnar í hann. Póstkassann sko. Og hvað haldiði að karlinn hafi gert annað en að rúlla þessu upp?
Mig langaði náttúrulega að klára þetta á fullu húsi en það var ekki alveg svo gott.. virðist hafa flaskað á einni spurningu í fyrstu hrinunni þannig að ég skoraði 670 af 677 mögulegum. Í prósentum er það 98,966%, svo það sé alveg á hreinu. Í skriflega prófinu fékk ég 5/6, sem er reyndar bara 83,33%.. en samt ágætt.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli