04 mars 2006

Veikur, frh.

Þetta var ógeðsleg nótt, í einu orði sagt. Nokkurnvegin á milli svefns og vöku allan tímann með dúndrandi hausverk og bólgan sífellt að aukast. Draumfarir sem ég get bara lýst sem grátlega þreytandi.. Drukknandi í svitakófi undir sænginni, og skjálfandi úr kulda í hvert skipti sem ég stakk mér undan henni.

Klukkan tíu hringdi ég í Inga og fékk hann til að færa mér íbúfen. Tók eina, skreið aftur uppí rúm og svaf svefni hinna meðvitundarlausu til rúmlega tvö. Búinn að vera skárri síðan. Djöfull vona ég að þetta sé bara einhver flensa.

-b.

Engin ummæli: