06 mars 2006

Gilliam og annað nöldur

Ágætis viðtal við Terry Gilliam um hitt og þetta. Hafði t.a.m. ekki heyrt um þessi lagaferli þeirra Python félaga við bandaríska sjónvarpið..
What always impelled me to insist on my rights in the face of the big studios, not to be afraid of them and to believe in what I am doing, is Monty Python's copyright declaration. Years ago the BBC sold the program to ABC in America, which, instead of broadcasting it as it was, cut it and mixed it and turned it into two specials of two hours or something ridiculous like that - so we sued them.

We were told it was insane to go up against a company like ABC, that it was arrogant and showed excessive self-confidence. Because the trial was held in America and I was an American citizen, it was 'Gilliam vs. ABC,' which really sounds insane. The trial took place in a well-known, respected court, and in this important courtroom the members of Monty Python defended their right to be idiots. It was very funny and in the end, after three years, we won. I think that victory is the main cause of all my quarrels.

Og það er dálítið undarlegur tónn í þessari upptalningu á núverandi stöðu fyrrum python-félaga hans..
Mike found the perfect job. He travels the world with BBC series, which is what he always wanted to do. He is the perfect campanion. He always liked being nice and being loved. Terry makes historical series about the Crusades and things like that, and that is an area he was always interested in. Eric found the success he always sought in 'Spamalot' - he always loved the theater more than anything else. And John? John has a great need to make a lot of money, which he is doing.

Ég kann illa við að afboða mig 'vegna veikinda', sama hvað það er. Ég hef aldrei sagst vera veikur þegar ég hef í alvöru verið þunnur eða bara ekki nennt að mæta í vinnu. Aldrei. Það hefur komið fyrir að ég hef ekki getað unnið sökum þynnku, en þá hef ég líka verið það ónýtur að líkaminn hefur varla getað haldið sér uppréttum, hvað þá unnið.

Og þó hef ég reyndar mætt í vinnu í svoleiðis ástandi.

Ekki þar með sagt að mér finnist það allt í lagi að detta íða ef ég er að vinna daginn eftir. Allavega ekki lengur. Og þetta hefur ekkert að gera með einhverja hreysti-karlmennskuímynd; ef ég er búinn að lofa mig í vinnu, hvort sem það er eitthvað tilfallandi eða skv. vaktaskipulagi eða hvað, þá finnst mér sjálfsagt að standa við það.

Núna áðan sendi ég hinsvegar bréf til hans Sveins Yngva og fékk að fresta erindinu mínu um 79 af stöðinni framí næstu viku. Og mér finnst það óþægilegt vegna þess að þetta hljómar einsog léleg afsökun frá gaur sem er bara einfaldlega ekki búinn með verkefnið eða nennir því ekki eða hvað, og ég myndi frekar mæta með hálfklárað verkefni á réttum tíma heldur en að ljúga út frest til að geta lokið því í friði. En ég er bara einfaldlega ekki orðinn nógu góður ennþá. Og það verður bara að hafa það.

Hún amma mín kom áðan með mat handa mér og síðan leit hún mamma við með appelsínusafa og jarðaber. Svona er nú vel hugsað um mann.

-b.

Engin ummæli: