07 mars 2006

Eitt og þetta

Meta-Overheard in New York. Frábært.
A US state has signed into law a bill banning most abortions, in a move aimed to force the US Supreme Court to reconsider its key ruling on the issue.

The South Dakota law - approved by the governor on Monday - makes it a crime for doctors to perform terminations.

Exceptions will be made if a woman's life is at risk, but not in cases of rape or incest.

Hálfvitar.

"Where will our soldiers and sailors and airmen come from?" he [Richard Carmona, 'surgeon general'] said. "Where will our policemen and firemen come from if the youngsters today are on a trajectory that says they will be obese, laden with cardiovascular disease, increased cancers and a host of other diseases when they reach adulthood?"

Lowering the nation's obesity rate depends on changing behaviors, but too many Americans are health illiterate, meaning they cannot understand medical terms and directions from doctors, Carmona said.

The surgeon general offered few specific solutions but said public policy reforms would not be helpful in curbing obesity, explaining that common-sense health decisions cannot be legislated. [Mín ítalíseríng]

Ætli við þurfum ekki að fara að spá í þessu líka? Hvaðan eiga framtíðarhermennirnir okkar að koma, ég spyr? Mann fá alltof vel að borða í fangelsum nútildags, hef ég heyrt.

Slatti af fyrirlits-umsögnum um óskarsverðlaunamyndir síðstu ára. Mestallt þvælt og ómerkilegt en mér þótti umsögnin um Morgan Freeman í Million Dollar Baby góð og gild, og þessi umsögn um Crash er skemmtileg, þó ég sé nú ekki sammála: "A grim, histrionic experiment in vehicular metaphor slaughter."
Áts.

Ég er að verða góður af þessu kvefi. Get opnað munninn uppá gátt án þess að finna fyrir eymslum.. En ég set á mig hjálm og fer hljóðlega af stað til að snarast ekki strax niður aftur. Tók til í vefmerkjunum* mínum um daginn og það var einstaklega hreinsandi. Hlusta á Shake The Sheets með Ted Leo & the Pharmacists og Almost Killed Me með The Hold Steady. Er að tékka á Everything All the Time með Band of Horses, en hún er á draslinu einsog er, ef þið hafið áhuga. Harma það mjög að hafa engar nýjar myndasögur að lesa.. Kíkti aftur í From Hell um daginn og komst að því að annar kafli er bara hreint ekki allur í 1. persónu sjónarhorni. Afhverju ætli mig hafi minnt það?

..og komst í framhaldi að því að samanburðarkenningin sem ég var að velta fyrir mér um bókina og kvikmyndina stenst ekki. Djö, maður þyrfti nú samt að skoða það aðeins betur.. sérstaklega þarsem V fer að koma út.

Klukkan er að verða sjö. Hvað er að gerast?

-b.

*bookmark?

Engin ummæli: